Hjálpum úkraínsku gestunum okkar
ADRA Ísland að verki
ReykjavíkApr 14, 2022, 8:38 AM
Enn fleiri flóttamenn frá Úkraínu hafa verið að koma til Íslands og við erum svo þakklát fyrir hjálp og stuðning þeirra sem hafa gefið úlpur, skó og jafnvel súkkulaði og leikföng til þess að gleðja bæði börn og fullorðna.
Það hefur verið ótrúleg upplifun að kynnast nokkrum af þeim og faðma þau. Það er ekki alltaf sem við getum átt í samskiptum með orðum en brosið er alþjóðlegt og þau hafa meira að segja kennt okkur að segja takk á Úkraínsku!
Þakka ykkur innilega fyrir gjafir ykkar og framlag sem verður sent að landamærum Úkraínu og mun einnig vera fært þeim sem komust til Íslands.
Það er enn mikið sem á eftir að gera. Fyrir nánari upplýsingar bjóðum við ykkur að kíkja á heimasíðu ADRA Ísland.